21.5.2005 19:28

Laugardagur, 21. 05. 05.

Fór um Akureyri fyrir hádegi og fylgdist með björgunarleikum í tengslum við landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Fór rétt fyrir 13.00 út á flugvöll og um borð í gæsluþyrluna Líf, flaug með henni yfir Pollinn og seig í vað úr þyrlunni um borð í varðskipið Tý, sem tók þátt í æfingu með björgunarskipum SL. Sigldi síðan með bs Gunnbjörgu frá Raufarhöfn til lands,

Flaug til Reykjavíkur klukkan 15.10.