18.5.2005 19:19

Miðvikudagur, 18. 05. 05.

Sló fyrsta slátt við heimili mitt í Reykjavík.

Var með viðtöl fyrir hádegi, en klukkan 14.00 hitti ég forystumenn þeirra, sem unnið hafa að áhættumati vegna hugsanlegs eldgoss í vesturhluta Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökli.