14.5.2005 22:46

Laugardagur, 14. 05. 05.

Fór í heyskap fyrsta sinn á þessu vori, sló og hirti. Veðrið var einstaklega bjart og fallegt. Tugir manna virtust vera í golfi á vellinum á Hellishólum og var þetta í fyrsta sinn, sem ég sé svo marga þar.

Kom inn í sjónvarpsdagskrána undir lok beinnar útsendingar frá setningu listahátíðar og var þá forseti Íslands í viðtali við Kristján Kristjánsson og vildi forseti ekki fallast á þá skilgreiningu Kristjáns á hljómsveitinni Trabant, að hún væri fulltrúi lágmenningar, taldi foseti hana þvert á móti hirðhljómsveit Habsburgara auk þess sem á honum mátti skilja, að þarna í Hafnarhúsinu væri rjóminn af menningarelítu Evrópu ef ekki heimsins alls saman kominn - hvorki meira né minna.