7.5.2005 20:23

Laugardagur 07. 05. 05.

Fundur í alþingi fyrir hádegi og ríkisstjórnarfundur klukkan 13.00, haldinn í þinghúsinu, hinn fyrsti, sem ég sit þar í fundarherbergi ríkisstjórnarinnar, sem kom til sögunnar sl. sumar við breytingar á fyrstu hæð hússins. Á þessum sama stað í vesturenda norðurhliðar hússins var á sínum tíma skrifstofa forseta Íslands, þá mötuneyti alþingismanna, loks þingflokksherbergi Samfylkingar og nú fundaraðstaða ríkisstjórnar.