Mándagur, 25. 04. 05.
Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn glæpum lauk í ráðstefnumiðstöðinni í Bangkok klukkan 17.20 og hafði þá staðið í viku, sem er langur tími fyrir slíkar ráðstefnur.
Í lokin var samþykkt ályktun, Bangkok-yfirlýsingin, sem unnið var að fyrir ráðstefnuna og á meðan á henni stóð, raunar tókst ekki að ná samkomulag um orðalag fyrr en klukkan 05.00 að morgni mánudagsins 25. apríl. Þegar upphaflegi textinn, sem var lagður fram, og lokatextinn eru bornir saman, virðist í raun enginn efnislegur munur á textunum, en engu að síður gátu sérfróðir fulltrúar einstakra landa á ráðstefnunni setið jafnlengi yfir textanum og raun varð. Allra þeirra fjögurra atriða, sem ég nefndi í ræðu minni, er getið í yfirlýsingunni.
Að loknum fundum var ekki annað á dagskrá en pakka, fá sér kvöldverð og halda út á flugvöll klukkan 21.30 til að ná í vél SAS, sem hélt af stað til Kaupmannahafnar klukkan 00.20. Á leiðinni út á flugvöll mátti sjá, að á þeim tíma var hitinn 32 gráður.
Við lentum í Kaupmannahöfn klukkan 06.30 að morgni þirðjudagsins 26. apríl á dönskum tíma eftir rúmlega 10 tíma flug. Var hressandi að ganga inn ranann úr flugvélinni með 3 stiga hita utan dyra.
Þá hófst bið eftir heimferð með Icelandair klukkan 14.00. Ákvað ég að fá mér þráðlausa tengingu og sit nú í biðsalnum og skrái þetta.