22.4.2005 16:12

Föstudagur, 22. 04. 05.

Eftir fundarsetu á ráðstefnunni alla daginn, hittum við Mark Viravan vararæðismann og fór hann með okkur til kvöldverðar með föður sínum, Chamnarn Viravan aðalræðismanni, móður og bróður á hinu heimsfræga Oriental hóteli, en það er við fljótið mikla, hina fornu lífæð borgarinnar. Við bjuggum fjarri fljótinu, á Westin-hóteli, skammt frá ráðstefnuhöllinni, sem var næsta neðanjarðarbrautarstöð við hótelstöðina og var gott að þurfa ekki að ganga lengi í ofurhitanum til að komast á milli hótels og fundarstaðar.