21.4.2005 15:55

Fimmtudagur, 21. 04. 05.

Fórum í heimsókn til fiskvinnslufyrirtækis, þar sem stunduð er vinnsla fyrir BlueIce eða Sea Viking, sem er fyrirtæki í eigu Sjóvíkur. Fiskvinnslan er rétt fyrir utan Bangkok hjá Tep Kinsho Food. Louis Win Naing Chit forstöðumaður Sea Viking var leiðsögumaður okkar og var einstaklega fróðlegt og ánægjulegt að kynnast þessari starfsemi og þeim mikla metnaði, sem ríkir hjá fyrirtækinu og samstarfsfyrirtæki þess. Hreinlæti er mikið við fiskvinnslu á Íslandi en í Tælandi eru gerðar miklu meiri ráðstafanir í þágu þess við  móttöku gesta en á Íslandi, enda nokkur munur á veðráttu - hitinn var nálægt 40 gráðum, þegar við vorum þarna á ferð.