20.4.2005 15:48

Miðvikudagur, 20. 04. 05.

Tókum þátt í fundum ráðstefnunnar og áttum fund með framkvæmdastjóra hennar, sem taldi, að þetta væri í fyrsta sinn sem dómsmálaráherra frá Íslandi tæki þátt í ráðstefnu af þessu tagi, en nú eru 50 ár liðin frá því, að hún var fyrst haldin.

Síðdegis var ráðstefnugestum boðið í Grand Palace í Bangkok að skoða höllina miklu og búdda-líkneski, sem hefur mesta helgi í landinu.