13.4.2005 11:13

Miðvikudagur 13. 04. 05.

Tók klukkan 10.00 á móti Sir John Reith, hershöfðingja og öðrum æðsta yfirmanni Evrópuherafla NATO, í höfuðstöðvum landhelgisgæslunnar og síðan fórum við í björgunarmiðstöðina við Skógarhlíð.

Í hádeginu var 10. fundur Evrópunefndar.

Tók síðdegis á móti hópi, sem hefur verið að vinna að aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi og kynntu fulltrúar í hópnum mér áætlunina, en ég hef hug á því að dóms- og kirkjumálaráðuneytið taki við þessu skjali í því skyni að vinna úr þeim hugmyndum, sem þar eru kynntar. Ég tel mikils virði, að þetta samstarf skuli hafa skilað þessari niðurstöðu, án þess að ég hafi tekið afstöðu til einstakra álitamála.