8.4.2005 14:35

Föstudagur, 08. 04. 05

Fundur dómsmálaráðherra Evrópuráðsríkja hófst að nýju klukkan 09.00 - ég flutti þar tvær ræður. Fundinum lauk í tæka tíð til að ég gæti fylgst með meginhluta útfarar páfa í sjónvarpinu.

Klukkan 17.45 flaug ég með Finnair til Kaupmannahafnar og þaðan klukkan 19.45 með Icelandair til Keflavíkur, þar sem lent var um 21.00.