Sunnudagur, 03. 04. 05.
Fór með Gunnari Eyjólfssyni í messu í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði klukkan 08.30 og þar var þess minnst, að Jóhannes Páll páfi II andaðist kvöldið áður. Við ræddum við systur Agnesi að lokinni messu og skynjuðum, hve mikil áhrif andlát páfans hefur á þær systurnar í klaustrinu, sem allar eru pólskar.
Var klukkan 17.00 í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn, þar sem Kammersveit Reykjavíkur flutti strengjakvintett í C-dúr op. 163 eftir Franz Schubert.