1.4.2005 21:19

Föstudagur 01. 04. 05.

Var kominn í alþingi rétt fyrir 10.30 til að flytja þar framsögu fyrir þremur frumvörpum. Komst ekki að fyrr en um klukkustund síðar, þar sem tíminn fór í umræður um störf þingsins og fundarstjórn forseta, en undir þessum liðum býsnaðist stjórnarandstaðan á ráðningu nýs fréttastjóra á hljóðvarp ríkisins. Ég gat flutt ræður fyrir tveimur frumvörpum áður en fundi var frestað rúmlega 12.00. Í upphafi fundar klukkan 13.30 fóru um 30 mínútur í umræður um fréttastjóramálið en ég gat lokið þriðja máli mínu um 14.20.

Var klukkan 16.00 í þættinum Allt og sumt á Talstöðinni hjá Hallgrími Thorsteinsson og Helgu Völu Helgadóttur.