Þriðjudagur, 25. 01. 05.
Flutti lítið mál um breytingar á fésektarákvæðum almennra hegningarlaga á þingi, en fundur hófst þar klukkan 13.30 og enn á skætingi stjórnarandstöðunnar í garð Halldórs Ásgrímssonar vegna afstöðu hans til og ríkisstjórnarinnar til Saddams Husseins fyrir tveimur árum.
Á þinginu var einnig önnur umræða um breytingu á lagaákvæðum um gjafsókn. Þar flutti Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, ræðu fyrir hönd minnihlutans og var hún að öðrum þræði í þeim barnalega skætingstón, sem hann hefur tileinkað sér á þingi og gerir hann að einum ómálefnalegasta þingmanninum.