8.1.2005 18:53

Laugardagur, 08. 01. 05.

Hélt klukkan 11.00 austur í Þorlákshöfn, þar sem við Kjartan Ólafsson alþingismaður vorum framsögumenn á fundi í Ráðhúskaffinu, sem hófst klukkan 12.00 og stóð til rúmlega 14.00 undir fundarstjórn Ólafs Áka Ragnarssonar. Síðan fékk ég tækifæri til að kynna mér framkvæmdir sveitarfélagsins og nybyggingu grunnskólans í fylgd forystumanna þess.

Fundurinn var haldinn sem hluti af fundaherferð þingflokks okkar sjálfstæðismanna undir kjörorðinu: Með hækkandi sól. Hófst herferðin klukkan 10.30 þennan sama morgun með fundi Davíðs Oddssonar í Valhöll, en hann gat ég ekki sótt vegna ferðarinnar til Þorlákshafnar.

Fórum klukkan 21.30 að álfabrennu við Goðaland í Fljótshlíð en hún hefur verið í meira en 100 ár á vegum Fljótshlíðinga. Var margmenni við brennuna í köldu, björtu og stilltu veðri.