26.11.2004 13:57

Föstudagur, 26. 11. 04.

Flutti framsöguræður fyrir tveimur frumvörpum á alþingi fyrir hádegi, eftir að atkvæðagreiðslu lauk um breytingar að lokinni 2. umræðu fjárlaga. Mælti fyrir einföldun við innheimtu sekta o.fl. og fyrir endurfluttu frv. um fullnustu refsinga.

Tók klukkan 13.30 þátt í setningu aðalfundar Dómarafélags Íslands og flutti ávarp.