24.11.2004 22:35

Miðvikudagur, 24. 11. 04.

Svaraði fyrirspurn um fangelsismál á alþingi síðdegis.

Fór um kvöldið á tónleika Lögreglukórs Reykjavíkur undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar í Ými og skemmti mér vel, en auk kórfélaga sungu þeir Eiríkur Hreinn Helgason og Einar Clausen einsöng og tvíburabræðurinir Juri og Vadim Fedorov léku á harmóníkur en Sigurður Marteinsson á píanó.