17.11.2004 21:20

Miðvikudagur, 17. 11. 04.

Hélt heim með Icelandair frá Kaupmannahöfn klukkan 13.45, lenti í Keflavík rúmlega 16.00. Svaraði þremur fyrirspurnum á alþingi klukkan 18.30 og fór klukkan 20.00 á tónleika til heiðurs Hauki Tómassyni tónskáldi í tilefni af tónlistarverðlaunum Norðurlanda, en þeir voru í Þjóðmenningarhúsinu.