16.11.2004 22:40

Þriðjudagur 16. 11. 04.

Var fram yfir hádegi á fundum í höfuðstöðvum Interpol. Flugum um kvöldmatarleytið til Kaupmannahafnar á vegum SAS í flugvél frá Cimber-flugfélaginu. Hún gat ekki lent í fyrstu atrennu á Kastrup vegna þess að vél var fyrir á brautinni, þegar hún hafði lent snarhemlaði flugstjórinn þegar hann ók að flugstöðinni, því að vél ók beint fyrir okkur.