8.11.2004 20:35

Mánudagur, 08. 11. 04.

Hitti fyrir hádegi sendinefnd háttsettra embættismanna í kínverska dómsmálaráðuneytinu, sem hingað kom til að kynna sér framkvæmd dómsmála og störf lögfræðinga.
Tók þátt í fundi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna í hádeginu.
 
Klukkan 14.45 hitti ég Guðmund Sesar Magnússon í alþingishúsinu ásamt Sirrý á Skjá 1 en hann afhenti mér bókina um sig, sem Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skráði, en hún heitir Sigur í hörðum heimi.
 
Flutti síðdegis frumvarp á þingi um breytingu á kirkjugarðslögum.