Þriðjudagur, 02. 11. 04.
Fór klukkan 11.30 í björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð til að fá fréttir af eldgosi í Grímsvötnum. Sat fund með vísindamönnum, sem voru að koma úr fyrsta könnunarfluginu yfir gossvæðið.
Tók þátt í þingfundi klukkan 13.30 og fór þaðan á borgarstjórnarfund klukkan 14.00. Hann hófst á umræðum utan dagskrár um stöðu Þórólfs Árnasonar borgarstjóra í tilefni af skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna en þar er minnst 127 sinnum á Þórólf sem markaðsstjóra ESSO. Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, tók upp hanskann fyrir Þórólf og taldi, að um sambærilegt mál væri að ræða og Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið, eða einskonar galdraofsóknir.