26.10.2004 20:03

Þriðjudagur, 26. 10. 04.

Ók til Lúxemborgar frá Brussel með Kristrúnu Kristinsdóttur og Hauki Guðmundssyni starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Tók þátt í hátíðlegri athöfn síðdegis, þar sem skrifað var undir samninga vegna aðildar Sviss að Schengen-samstarfinu og sat síðan ráðherrafund Schengen-ríkjanna.