25.10.2004 20:00

Mánudagur, 25. 10. 04.

Fór á fundi í Brussel: hjá ESA, eftirlitsstofnuninni með framkvæmd EES-samningsins og hitti Hannes Hafstein; ræddi við John Palmer hjá European Policy Centre, hitti þann embættismann ESB, sem fjallar um framkvæmd EES-samningsins, og ræddi við David Johns helsta samningamann ESB um stækkun Evrópusambandsins. Niðurstaða mín er sú, að EES-samningurinn er í fullu gildi og hefur alls ekki veikst.