24.10.2004 15:16

Sunnudagur 24. 10. 04.

Ók Rut út á Findel-flugvöll í Lúxemborg, en flugstöðin hefur stækkað síðan Loftleiðir/Flugleiðir notuðu völlinn.  Ég hélt síðan á brautarstöðina, þar sem ég skilaði bílaleigubílnum og tók lest í rúm tvo og hálfan tíma til Brussel.