18.10.2004 15:03

Mánudagur, 18. 10. 04.

Klukkan 15.20 voru umræður utan dagskrár á alþingi um rússneskar flotaæfingar fyrir norð-austurlandi og var ég þar til svara fyrir ríkisstjórnina.

Að loknum umræðunum mælti ég fyrir tveimur frumvörpum: um gjafsókn og rafræna útgáfu á Stjórnartíðindum og Lögbirtingarblaði.