16.10.2004 22:13

Laugardagur, 16. 10. 04.

Fór akandi frá Akureyri um hádegisbil og hélt að Reynistað í Skagafirði, þar sem Sigurður Jónsson bóndi var jarðsunginn klukkan 14.00 að viðstöddu miklu fjölmenni, en séra Gísli Gunnarsson jarðsöng. Fór stutta stund í erfidrykkju í Melsgili en ók síðan suður til Reykjavíkur og var kominn heim um 19.30.