21.9.2004 0:00

Þriðjudagur, 21. 09. 04.

Borgarstjórn kom saman til fundar klukkan 14.00 og tók ég þar þátt í umræðum um tillögu okkar sjálfstæðismanna og frjálslyndra um að hraðað yrði framkvæmdum við mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. R-listinn hefur enn einu sinni brugðið fæti fyrir þetta umferðarmannvirki.