20.9.2004 0:00

Mánudagur, 20. 09. 04.

Við Rut fórum síðdegis í Þjóðminjasafnið, hittum þar Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð, Ögmund Skarphéðinsson arkitekt, Guðrúnu Guðmundsdóttur sýningarstjóri og Lilju Árnadóttur, fagstjóri munasafns, fóru með okkur um safnið. Var ánægjulegt að fá þetta tækifæri til að kynnast, undir leiðsögn þessa ágæta fólks, hinni miklu umbreytingu, sem orðið hefur á safninu.