18.9.2004 0:00

Laugardagur, 18. 09. 04.

Klukkan 07.00 hélt ég af stað með nágrönnum mínum í Fljótshlíðinni í leitir. Við héldum af stað á hestum frá Reynifelli undir Þríhyrningi um klukkan 08.30. Veðrið var bjart og gott og að þessu sinni fór ég með Eggerti Pálssyni, fjallkóngi, upp í Kálfatungur og var útsýni þaðan fögur yfir Rangárvellina og uppsveitirnar og við sáum einnig inn á Tindafjallajökul, áður en við lögðum af stað niður.

Klukkan var farin að ganga sex síðdegis, þegar við komum með safnið niður Lambalæk að réttinni.