14.9.2004 0:00

Þriðjudagur, 14. 09. 04.

Ríkisstjórnin kom saman til fundar klukkan 09.30 og var þetta síðasti reglulegi fundurinn, sem Davíð Oddsson stjórnaði, í bili að minnsta kosti, sem forsætisráðherra. Þá var þetta einnig síðasti fundur Sivjar Friðleifsdóttur að þessu sinni sem umhverfisráðherra.

Klukkan 16.30 var athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af útkomu bókar um ráðherra Íslands og forsætisráðherra. Var fyrsta eintakið afhent Davíð Oddssyni.