13.9.2004 0:00

Mánudagur, 13. 09. 04.

Klukkan 15.00 kom þingflokkur sjálfstæðismanna saman í Valhöll. Þar var formlega gengið frá þvi af hálfu hans, að Davíð Oddsson yrði utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnarinnar vorið 2003 hafði verið samþykkt, að Davíð léti af embætti forsætisráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson tæki við af honum en ekki var vitað þá, hvort Davíð yrði áfram í ríksstjórn eða hvaða ráðherraembætti hann tæki að sér. Nú var sem sé formlega frá því gengið, hvernig þessu yrði háttað.