12.9.2004 0:00

Laugardagur, 11. 09. 04.

Ríkisstjórn kom saman klukkan 11.00 og stjórnaði Davíð Oddsson nú fundi að nýju eftir hlé vegna alvarlegra veikinda sinna.

 

Síðdegis brá ég mér á myndina Good bye, Lenin í Háskólabíói en þar er brugðið upp kostulegri mynd af því, þegar Berlínarmúrinn hrundi og Austur-Þýskaland varð að engu.