7.9.2004 0:00

Þriðjudagur, 07. 09. 04.

Var kominn á Bessastaði klukkan 10.20 til að taka á móti Svíakonungi, drottningu hans og dóttur, Það var slagveður, þegar þau heilsuðu ríkisstjórninni og fleirum við tröppur Bessastaða. Athöfninni lokið klukkan 11.00.

Borgarstjórnarfundur klukkan 14.00 - fyrsti á þriðjudegi og sá fyrsti eftir sumarleyfi.