6.9.2004 0:00

Mánudagur 06. 09. 04.

Qi gong æfingar með hópnum góða og Gunnari Eyjólfssyni hófust að nýju eftir sumarhlé og hittumst við kl. 08.10 í húsi Jóns Þorsteinssonar.

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kom saman að nýju eftir sumarhlé. Við höfum breytt fundartíma okkar fært hann frá klukkan 17.00 á miðvikudögum til klukkan 12.00 á mánudögum vegna breytinga á fundartíma borgarstjórnar.