2.9.2004 0:00

Fimmtudagur, 02. 09. 04.

Eftir að hafa verið í Þjóðminjasafninu ók ég austur í Fljótshlíð og þaðan hélt ég um tíuleytið austur í Vík, þar sem ég hitti með ráðuneytisfólki Sigurð Gunnarsson sýslumann, starfsfólk hans og síðan sveitarstjórnarmenn en við snæddum saman hádegisverð í Halldórskaffi í Bryde-búð og skoðuðum sýningarnar þar.

Síðan var haldið að Kirkjubæjarklaustri, þar sem ný lögreglustöð var opnuð við hátíðlega athöfn, ritað undir samning um sameiningu almannavarnanefnda og árangursstjórnunarsamning milli dómsmálaráðuneytisins og sýslumanns Skaftfellinga.

Ég var komin aftur í Fljótshlíðina á sjötta tímanum.