31.8.2004 0:00

Þriðjudagur, 31. 08. 04.

Ríkisstjórnin kom saman til fundar klukkan 09.30 og stjórnaði Geir H. Haarde fundi í fjarveru Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar. Það gerðist óviðbúið og okkur til mikillar ánægju, að Davíð birtist allt í einu á fundinum og var honum innilega fagnað - en hann tók ekki þátt í störfum okkar heldur heilsaði hverjum og einum og ræddi við okkur stutta stund.