Laugardagur, 28. 08. 04.
Klukkan 14.30 var efnt til athafnar á Þingvöllum, þar sem formlega var gengið frá skráningu þeirra á heimsminjaskrá UNESCO. Upphaflega var stefnt að þessari athöfn 27. ágúst en ákveðið var að fresta henni vegna útfarar Gylfa Þ. Gíslasonar klukkan 16.00 þann dag.
Hátíðarkór Bláskógabyggðar og Barna- og kammerkór Biskupstungna sungu, Hljómskálakvintettinn lék, Sigrún Hjálmtýsdóttir söng, Steindór Andersen kvað rímur og Gunnar Eyjólfsson flutti ljóð og texta. Auk mín töluðu Francesco Bandarin, Sigurður K. Oddsson og Margrét Hallgrímsdóttir en séra Kristján Valur Ingólfsson fór með bæn.
Tjald var sett upp við fræðslumiðstöðina en eftir ávörp og söng þar var gengið að Hakinu og þaðan niður í Almannagjá, þar sem allir sungu Ísland ögrum skorið og þjóðsönginn, áður en gengið var tjaldsins að nýju og drukkið kaffi. Lauk athöfninni um klukkan 16.30.