26.8.2004 0:00

Fimmtudagur, 26. 08. 04.

Þar sem flugvöllurinn er ekki nema 7 km frá Kranj og EasyJet-vélin fór ekki fyrr en 16.15 höfðum við góðan tíma til að fá okkur hádegisverð á Pizzeriu í smáþorpi milli Kranj og flugvallarins, áður en ég kvaddi Rut á vellinum og hún ók áfram í rigningunni í áttina til Ungverjalands, þar sem Skálholtskvartettinn á að koma fram á tvennum tónleikum og flytja verk Haydns á hátið með nafni hans í Estherhazy-höllinni.

ÉasyJet var nú á áætlun og ég hafði góðan tíma til að ná í töskuna á Stansted og skrá hana og sjálfan mig á Iceland Express flugið klukkan 19.50, sem einnig var á áætlun, og lenti ég hér klukkan 21.40.