23.8.2004 0:00

Mánudagur, 23. 08. 04.

 

Héldum af stað frá Bled um klukkan 11.00 og ókum  fyrst inn að öðru vatni innar í fjalladalnum, Bohinjsko jezero, en við það lokast dalurinn og snerum við þess vegna sömu leið til baka og ókum eftir sveitavegi við hliðina á hraðbrautinni, sem liggur til Austurríkis um 8 km löng göng í gegnum Alpana, en við fórum meðfram Júlíönsku ölpunum, sem eru í norðvesturhorni Slóveníu og síðan inn í fjallaþorpið Karnjska Gora, sem er þekktur skíðastaður en er auðvitað núna í sumarblóma.

 

Við fundum þar fallegt pensjónat og fengum inni fyrir eina nótt. Síðan ókum við sex kílómetra að ítölsku landamærunum og innan þeirra 11 km til bæjarins Tarvisio, þar sem við höfðum stutta viðdvöl í ítalskri þorpstemmningu, áður en við snerum aftur til Karnjska Gora.

 

Í landamærastöð þurftum við bæði að sýna passa, þegar við fórum inn og út úr Ítalíu.