22.8.2004 0:00

Sunnudagur, 22. 08. 04.

Fórum á antik-útimarkað í Ljubljana í mjög góðu veðri og héldum síðan af stað í áttina að Bled, ókum bæði eftir hraðbraut og sveitavegum. Vorum komin til Bled rúmlega 15.00 – vegalengdir eru ekki miklar í Slóveníu. Fengum inni á Garni Hotel Jadran, að minnsta kosti eina nótt með útsýni út að vatninu.

Þegar á reyndi komst ég ekki í tölvusamband frá hótelinu, sem var ekkert vandamál í Ljubljana, var ég sendur á næsta hótel, 4 stjörnu, en þar tókst ekki heldur að ná sambandi.