Fimmtudagur, 19. 08. 04.
Við flugum með Iceland Express kl 7.40 að morgni til London og tókum rútu frá Stansted-flugvelli, eftir að hafa komið ferðatöskunum okkar fyrir í geymslu á vellinum. Við höfðum ekki komið á þennan flugvöll áður og þurftum því að átta okkur á aðstæðum, finna töskugeymsluna og síðan undirgöngin að rútustæðinu. Flugstöðin er hæfileg að stærð og lítil lest flytur mann frá flugvélinni að vegabréfaskoðun og farangursafgreiðslu.
Sigríður Sól, Orri og Bjarki tóku á móti okkur, þar sem bílstjórinn hleypti okkur úr við St. John’s Wood um klukkan 14.00. Síðdegis fórum við í Hampstead Heath-garðinn en þá gerði mikin skúr með þrumum og eldingum. Síðan ókum við um norð-austurhluta Lodon og bárum saman hin ýmsu hverfi þar, en borgarbragurinn breytist ótrúlega fljótt eftir hverfum.