13.8.2004 0:00

Föstudagur, 13. 08. 04.

Við Rut héldum heim að Hólum í Hjaltadal tæplega 14.30 og vorum þangað komin rétt fyrir klukkan 19.00, en þar tók Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup á móti okkur.

Klukkan 20.00 hófst Hólahátíð með málþingi í Auðunnarstofu um miðaldatónlist, þar sem séra Kristján Valur Ingólfssonn flutti erindi og Voces Thule flutti tóndæmi.