3.8.2004 0:00

Þriðjudagur 03. 08. 04.

Héldum snemma til borgarinnar en klukkan 11.00 var ríkisstjórnarfundur. Þar skýrði Halldór Ásgrímsson frá því, að Davið Oddsson gengi undir nýjan uppskurð þennan sama morgun og að þessu sinni ætti að fjarlægja skjaldkirtil, meinvörp í eitlum og kalkkirtil.