1.8.2004 0:00

Sunnudagur, 01. 08. 04.

Vorum um hádegisbil í Vík í Mýrdal með Kenneth og Helen og borðuðum hádegisverð á Halldórskaffi, skemmtilegum veitingastað í Bryde-búð, og skoðuðum síðan byggða- gos- og strandsýninguna í húsinu.

Héldum síðan að nýreistum minnisvarða um þýsk skip, sem hafa strandað í sandinum.

Höfðum viðdvöl í Reynishverfi á leiðinni aftur í Fljótshlíðina. Ókum þaðan upp undir Sólheimajökul.

Héldum að Skógum,  þar sem við hittum Þórð Tómasson, föður byggðasafnsins og hin einstaka safnamann, sem fór með okkur í kirkjuna, lék á orgelið og söng. Þá kom Sverrir Magnússon, framkvæmdastjóri safnsins og drakk með okkur kaffi í samgöngusafninu.

Fórum að Skógafossi og Seljalandsfossi.

Klukkan rúmlega 22.00 fór í Kirkjulækjarkot og tók þátt í þeim hluta Kotmóts hvítsasunnumanna, sem þeir kalla Kotvision, þar sem ungt fólk keppir í söng og sviðsframkomu. Var skemmtilegt að sjá, hve það fór allt vel fram og hve hæfileikamikið unga fólkið er.

Það var grenjandi riging þegar við héldum af stað en stytti upp í Vík og síðan var hið besta veður á leiðinni til baka og bjart, þegar við komumí Fljótshlíðina, þannig að veðrið varð ekki eins vont og spáin gat gefið til kynna.