22.7.2004 0:00

Fimmtudagur, 22. 07. 04.

Þingfundur og þriðja umræða um fjölmiðlafrumvarpið hófst klukkan 10.00. Ræddu menn málið til klukkan 12.00. Þá voru greidd atkvæði, var frumvarpið samþykkt með 32 atkvæðum stjórnarsinna en stjórnarandstæðingar sátu hjá, þótt þeir teldu um brot á stjórnarskránni að ræða. Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokkformaður frjálslyndra, fór eins og fyrri daginn yfir markið í æsingi, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu. Gerðu aðrir þingmenn hróp að honum.

Halldór Ásgrímsson las forsetabréf um frestun funda alþingis í fjarveru Davíðs.