Föstudagur, 09. 07. 04.
Héldum af stað frá Qingdao klukkan 08.30 frá hóteli út á flugvöll. Fórum þaðan um klukkan 10.00 og lentum klukkustund síðar í Peking.
Snæddum hádegisverð í boði kínverskra gestgjafa á flugvellinum og fórum síðan að SAS-vélinni, sem hélt af stað klukkan 14.45 til Kaupmannahafnar.
Flugstjórinn tilkynnti, að ferðin til Kaupmannahafnar tæki um 8 klukkustundir og 50 mínútur, næstum klukkustund skemur en áætlun segði - góður meðbyr.
Flugum yfir Mongólíu. Rússland, Lettland og til Kaupmannahafnar, þar sem við lentum 17.40 á dönskum tíma.
Flugleiðavélin fór tæplega 20.00 og við lentum í Keflavík um 20.40 á íslenskum tíma. Höfðum þá verið tæpan sólarhring á ferðalagi.