6.7.2004 0:00

Þriðjudagur 06. 07. 04.

Fórum af stað rúmlega átta í heimsókn í Beijing-fangelsið, þar sem eru um 2000 fangar. Hlýddum á kynningu á fangelsinu og skoðuðum það síðan.

Hittum um hádegisbilið fulltrúa þeirrar stjórnarstofnunar, sem fer með yfirstjórn trúmála.

Síðan fórum við á fund forystumanna Qi gong félags Kína, sem stofnað var 13. maí 2004 og ræddi ég við þá um sameiginlegt áhugamál og fékk að sjá hjá þeim myndbönd og einn félaganna sýndi okkur æfingu.

Þá var haldið í forboðnu borgina og gengið í gegnum hana á klukkustund í 34 stiga hita.

Í lok dagsins heimsóttum við Eið sendiherra og Eygló konu hans og þáðum hjá þeim kvöldverð.