4.7.2004 0:00

Sunnudagur, 04. 07. 04

Héldum um klukkan 09.00 til flugvallar við Shanghai og fórum þaðan í hádeginu með Air China til Peking. Þar tóku fulltrúar kínverska dómsmálaráðuneytisins á móti okkur auk Eiðs Guðnasonar sendiherra, Eyglóar Haraldsdóttur, eiginkonu hans, Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra, Maríu Haraldsdóttur, eiginkonu hans, og Þorsteins Davíðssonar, aðstoðarmanns míns.

Um klukkan 15.00 héldum við frá flugvellinum að Kínamúrnum, sem við skoðuðum í fylgd fjölmargra lögreglumanna. Er ógleymanlegt að hafa skoðað þetta undur veraldar.

Við vorum komin á Grand Hotel Beijing sem gestir kínverska dómsmálaráðherrans klukkan 18.30. Um kvöldið fórum við og fengum okkur Peking-önd að sið heimamanna.