3.7.2004 0:00

Laugardagur, 03. 07. 04.

Klukkan 08.00 var haldið í skoðunaferð um nágrenni Suzhou. Er með ólíkindum að sjá uppbygginguna alls staðar, maður finnur efnahagsumsvifin og vöxtinn allt um kring, vegagerð er með ólíkindum og alls staðar eru nýbyggingar íbúðarhús og atvinnuhúsnæði.

Við skoðuðum gamlar borgir sem staðfestu réttnefni þess að kenna þær við Feneyjar Kína eða Asíu. Það rigndi mikið og blés eftir mikinn hita og raka síðustu daga. Var léttir að fá ferskan blæ og var vel þess virði að blotna dálítið fyrir hann.

Við komum til baka til hótelsins um kvöldmatarleytið.