1.7.2004 0:00

Fimmtudagur 01. 07. 04

Fórum um klukkan 10.00 á fundinn og sátum þar allan daginn fram yfir klukkan 21. 00 og biðum árangurslaust eftir að tillagan um Þingvelli kæmi á dagskrá. Umræður urðu miklu meiri og langdregnari en menn væntu um einstaka staði og var tekin ákvörðun um að binda umræður um hvern stað við 20 mínútur. Alls voru 48 staðir til umræðu á fundinum.