12.6.2004 0:00

Laugardagur 12.06. 04

Klukkan 13.00 lögðum við nokkrir 40 ára stúdentar í ferð austur að Þingvöllum til að minnast stúdentsafmælsins. Hittumst við í Menntaskólanum í Reykjavík, okkar gamla skóla, og fórum á Sal. Síðan var ekið austur að Þingvallavatni og þáðar veitingar í bústað skólasystur okkar Guðrúnar Sveinsdóttur og manns hennar Jóns Stefánssonar.

Á leiðinni í Valhöll var viðdvöl í fræðslumiðstöðinni við Hakið og þar var farið yfir sögu og náuttúrufræði Þingvalla. Fáir gengu niður Almannagjá vegna þess hve það gekk á með miklum skúrum.

Snæddur var kvöldverður í Valhöll og síðan dansað fram yfir miðnætti.

Þriðjudaginn 15. júní birtist ósanninda pistill um það í DV að fáleikar hefðu verið með okkur skólasystkinunum Hjördísi Björk Hákonardóttur og mér í ferðinni. Þetta er hin argasti uppspuni eins og ferðafélagar geta borið. Enn eitt dæmið um þá iðju DV að birta uppspuna og ósannindi, sem tengjast mér.